Oct 22, 2007

Dorgað í Hafnafirði

Nokkrir annálaðir heiðursmenn fóru saman að dorga í gærkveldi. Tjéðir heiðursmenn eru aðalega Ég, Guðmundur Sveinsson og Ólöf. Hinsvegar setti mark sitt á veiðina þegar nokkur dusilmenni komu aðsvífandi til þess eins að trufla veiðimennskuna. Af gefnu tilefni og almennum greindarskorts þeirra er kunna að sjá þetta má árétta að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Svo þarf ég varla að minnast þess að auðvitað var fyllstu varúðar gætt við þessa viðveru í Hafnafirði.


Hér sést Guðmundur sýna hæfni sína í að kasta út línu.
Með á myndinni eru Ólafur og Ólöf að því virðist hlæjandi.

Guðmundur beitir og Steinar fylgist áhugasamur með.

Hér er Steinar búinn að krækja í bryggjuna. Þvílík
veiðmennska. Skuldar mér öngul fáviti!

Hér sést Ólöf murka líftóruna úr fiskling sem ég veiddi
óvart. Ég hafði bara ekki í mér að berja greyinu á einhvern
kant eins og villimaður.

Hér má sjá Guðmund í veiðiham. Vissara að vera
ekki nálægt.

Guðmundur mundar hér stöngina af sinni allskunnu færni.
Með á myndinni er Steinar horfandi dreymandi í höfnina og
Ólöf sitjandi eins og róni á stólpa.

Guðmundur Sveinsson reykir. Ekki er hann góð fyrirmynd
æsku þessa lands. Steinar Björnsson er þarna í bakgrunni
mjög kalt.

Þarna er Guðmundur búinn að flækja línuna í bátnum
Heiðdísi sem er skráð í Grindavík. Snilligáfa Guðmundar
er með öllu takmarkalaus.

Hér sést Ólafur dorga aðeins áður en hann og spúsa hans
fóru að pranga klósettpappír uppá blásaklaust fólk.