Sep 16, 2007

Ætli ég eigi það greinda vini að þeir geti leyst þessa þraut....Sennilega ekki

Fimm menn og einn api komust á land eftir að skip þeirra sökk. Þegar þeir fara að átta sig á aðstæðum stingur skipstjórinn upp á því að þeir safni saman mat. Það eina sem þeir finna þarna á eyjunni eru hnetur. Þeir safna þeim saman í eina hrúgu og ákveða að skipta þeim jafnt daginn eftir. Síðan fara þeir að sofa.

Skipstjórinn er andvaka og fer að hugsa að líklegast sé rétt að skipta hrúgunni sjálfur svo öruggt sé að hann fái nóg. Hann skiptir hnetunum í fimm jafna hluta en þá ber svo við að ein hneta er afgangs og hann gefur apanum hana. Síða felur hann sinn hluta, safnar hinum fjórum í eina hrúgu og fer að sofa.

Eftir smá stund vaknar stýrimaðurinn. Honum dettur það sama í hug. Hann skiptir hneturnum(sem eftir eru) í fimm hluta, það verður ein afgangs og apinn fær hana. Hann felur sinn hluta og fer að sofa.

Síðan vakna þeir sem eftir eru og gera það sama og alltaf verður ein hneta afgangs fyrir apann.

Daginn eftir vakna þeir og vita allir upp á sig sökina og enginn segir neitt.
Þeir skipta litlu hrúgunni sem eftir er bróðurlega á milli sín í fimm hluta en þá er engin hneta afgangs(handa apanum).

ATH. Apinn fékk bara fimm hnetur.

Spurningin er:
Hvað voru hneturnar margar í upphafi?

p.s. svarið er í commentunum