Sep 5, 2007

Það sem fyndið er að gera



Jæja. Nú er maður loksins fluttur aftur niðrí bæ. Það er svo ákaflega yndislegt að geta bara rölt í vinnuna og/eða á barinn. Stofan okkar er samt full af sófum. Það er bara ekki þverfótað þar fyrir sætum. Lookar svolítið eins og biðstofa á einhverri stofnun en það er bara í lagi.

Svo var ég að fá vitneskju um skemmtilegan hrekk sem nokkrir vinnufélagar manns nokkurns sem heitir Lance framkvæmdu. Þeir settu á fót heimasíðu fyrir vin sinn sem hét www.datelance.com. Auglýstu hana allstaðar og kostuðu meir að segja risastórt skilti á áberandi stað bæjarins til að prómótera síðuna.



Fyrir mér er þetta mikill innblástur. Í gegnum tíðina hef ég verið duglegur að setja upp síður í annara manna nafni. Reyndar hef ég lítið sem ekkert uppfært þær. Má þar helst nefna aðdáendasíðu Guðmundar Sveinssonar og bloggsíðu Andra Antonssonar. En eftir að hafa haft veður af datelance síðunni þá finnst mér ég bara verða að gera eitthvað svipað.

Bíðið spennt.