Dec 14, 2007

Vegna veðurs

Nú er ég ósáttur neikvæður mjög,
og neita að trúa´ að ei hjálpi mér lög.
Í morgun tók hjarta mitt hratt aukaslög.
Horfið var trampólínið.
Stend á því fastur og stýri í drög,
stal því, helvítis svínið.

Og ekki lét stelþjófur stólana mína,
né stálhúðað gasgrillið vera, ó pína.
Eitt vil ég segja og sérlega brýna,
setjið allt lauslegt í geymslurnar strax.
Kerrur og garðálfa´ og kettina þína,
svo Kári ei ræni þig í skjóli dags.